Útgefið efni

Utanríkisráðuneytið gefur út ýmiss konar efni í rafrænu formi sem tengist þróunarmálum en prentuð útgáfa er lítil sem engin. Ráðuneytið gefur út veftímaritið Heimsljós sem kemur út vikulega tíu mánuði ársins og fjallar almennt um þróunarmál í heiminum. Hér á heimasíðunni eru birtar fréttir af starfsemi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og kvikmyndabrot frá samstarfsríkjum, auk þess sem birt eru stefnurit, upplýsingarit, skýrslur og annað efni sem tengist starfseminni.