Samstarfsáætlanir

Samstarfsáætlun milli Íslands og viðkomandi lands er gerð til fjögurra ára í senn. Áætlunin markar ramma utan um starf Íslands í viðkomandi landi. Gerð er grein fyrir áherslum í samstarfinu og hvernig starfið fellur að þróunaráætlunum viðkomandi lands. Einnig lýsir hún því verklagi sem beitt verður og ábyrgð allra samstarfsaðila. Undirbúningi samstarfsáætlana er stýrt af sendiráðum í viðkomandi löndum. Áætlanirnar eru  lagðar fyrir þróunarsamvinnunefnd til umsagnar og utanríkisráðherra til ákvörðunar.

Unnið er að samstarfsáætlun við Mósambík.