Gagnasöfn

Vefsíðan www.hvar.is gefur aðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Síðan hefur aðgang að 30 gagnasöfnum, meira en 8.000 altexta tímaritum, 350.000 rafritum engilsaxneskra bókmennta, 3 alfræðisöfnum og 1 orðabók. Aðgangurinn er bundinn við notendur sem eru tengdir íslenskum vefveitum.


Norræna Afríkustofnunin, www.nai.uu.se, er sjálfstæð samnorræn stofnun sem stundar rannsóknir, útgáfustarf og margvíslega upplýsingaþjónustu um málefni Afríku fyrir Norðurlöndin.  Stofnunin rekur sérfræðibókasafn um Afríku og er lögð áhersla á efnisflokkana: þróunarmál, efnahagsmál, stjórnmál, samfélagsmál, jafnréttismál, o.fl.  Hægt er að leita að efni bókasafnsins í NOAK og einnig er hægt að frá úrdrætti úr tímaritagreinum.