Þróunarsamvinnunefnd

Samkvæmt þróunarsamvinnulögum skal starfa þróunarsamvinnunefnd. Lögin kveða á um að ráðið skuli sinna ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til lengri tíma og fylgjast með framkvæmd hennar. Nefndin skal m.a. fjalla um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu og aðgerðaáætlun þar að lútandi, framlög til þróunarsamvinnu, val á samstarfslöndum, þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu, sem og helstu skýrslur um árangur í þróunarsamvinnu.

Þróunarsamvinnunefnd hefur sett sér starfsreglur .

Ráðherra skipar fulltrúa í þróunarsamvinnunefnd og varamenn þeirra til fjögurra ára í senn með eftirfarandi hætti:

  • Formaður nefndarinnar er skipaður án tilnefningar og skal hann vera sérfróður um þróunarmál og hafa reynslu á því sviði. 
  •  Hver þingflokkur sem á sæti á Alþingi skal tilnefna einn fulltrúa. 
  • Fimm fulltrúar skulu skipaðir að höfðu samráði við íslensk borgarasamtök sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. 
  • Tveir fulltrúar skulu skipaðir að höfðu samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins. 
  • Tveir fulltrúar skulu skipaðir í samráði við aðila vinnumarkaðarins. 


Ný nefnd fundaði í fyrsta sinn í utanríkisráðuneytinu þann 4. maí 2016. Nefndina skipa:

Formaður:
Valgerður Sverrisdóttir

Alþingi

Aðalmenn:

Nicole Leigh Mosty (Björt framtíð)
Silja Dögg Gunnarsdóttir (Framsóknarflokkur)
Birgitta Jónsdóttir (Píratar)
Guðjón Brjánsson (Samfylkingin)
Vilhjálmur Bjarnason (Sjálfstæðisflokkur)
Jón Steindór Valdimarsson (Viðreisn)
Steinunn Þóra Árnadóttir (Vinstrihreyfingin - grænt framboð)

Varamenn:

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Björt framtíð)
Þórunn Egilsdóttir (Framsóknarflokkur)
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Píratar)
Oddný G. Harðardóttir (Samfylkingin)
Valgerður Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkur)
Hanna Katrín Friðriksdóttir (Viðreisn)
Andrés Ingi Jónsson (Vinstrihreyfingin - grænt framboð)

Fulltrúar félagasamtaka

Aðalmenn:
Atli Viðar Thorstensen (Rauði krossinn)
Inga Dóra Pétursdóttir (UN Women)
Ragnar Schram (SOS Barnaþorp)
Fríður Birna Stefánsdóttir (ABC Barnahjálp)
Ragnar Gunnarsson (Kristniboðssambandið)

Varamenn:
Bjarni Gíslason (Hjálparstarf kirkjunnar)
Erna Reynisdóttir (Barnaheill)
Hanna Eiríksdóttir (UN Women)
Alda Lóa Leifsdóttir (Sól í Tógó)
Hrafnhildur Sverrisdóttir (Rauði krossinn)

Fulltrúar háskólasamfélagsins

Aðalmenn:
Geir Gunnlaugsson
Anna Elísabet Ólafsdóttir

Varamenn:
Tumi Tómasson
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Fulltrúar atvinnulífsins

Aðalmenn:
Maríanna Traustadóttir
Ólafur Garðar Halldórsson

Varamenn:
Þorbjörn Guðmundsson
Kristín Þóra Harðardóttir

Fundargerðir:

Fundargerð 4. maí 2016

Fundargerð 31. maí og 7. júní 2016

Fundargerð 14. mars 2017

Fundargerð 24. mars 2017

Fundargerð 5. maí 2017

Fundargerð 7. júní 2017

Fundargerð 29. september 2017