Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands

Þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytis fer með alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir hönd ráðuneytisins. Skrifstofan tók til starfa í janúar 2009.  Þróunarsamvinnuskrifstofa annast bæði marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands.  Skipulag ráðuneytisins tekur mið af markmiði nýrra laga um að heildarsýn fáist á málaflokkinn.

Meginmarkmið alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands eru að styðja viðleitni stjórnvalda í þróunarlöndum til að útrýma fátækt og hungri og stuðla að sjálfbærri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilbrigði, jafnrétti kynjanna, umhverfis- og loftslagsvernd og viðbrögðum við loftslagsbreytingum, sjálfbærri nýtingu auðlinda og bættum efnahag. Það heyrir einnig til markmiða í alþjóðlegri þróunarsamvinnu að tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og gæslu friðar og veita mannúðaraðstoð þar sem hennar er þörf.

Í kjölfar samþykktar Alþingis á frumvarpi um  breytingar á lögum nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 18. desember 2015, færðist öll starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ,  til utanríkisráðuneytisins. Breytingin tók gildi 1. janúar 2016. 

Lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á ensku .