Úganda

Almennt

Úganda er hálent land í miðri austur Afríku. Landið er 240 þús ferkílómetrar að stærð og landamærin liggja að Súdan, Lýðræðislega lýðveldinu Kongó (DRC), Rúanda, Tansaníu og Kenía.

Samstarfsáætlun við Úganda 2014-2017       

Í Úganda er unnið samkvæmt samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2014-2019 að byggðaþróunarverkefnum í fiskimannsamfélögum í tveimur héruðum.  Heimamenn sjá um framkvæmdir í samvinnu við sendiráð Íslands. Hlutverk sendiráðsins er að veita tæknilega aðstoð við stefnumótun og áætlunargerð í framkvæmdum verkþátta. Það hefur virkt eftirlit með fjármálastjórn og gerð verkáætlana og tekur þátt í vöktun og árangursmati.

Í Kalangala eru helstu áherslur innan verkefnisins í menntun og á bætta stjórnsýslu. Framkvæmd og ábyrgð einstakra verkþátta hefur færst á herðar héraðsyfirvalda. Menntaverkefnið er margþætt: Áhersla er á mikilvægi vatns og hreinlætis við skóla, bætt húsnæði, námsgögn, þjálfun kennara, árangurseftirlit og orkusparandi eldun í skólaeldhúsum. Lokaúttekt á samstarfsverkefninu verður 2018 en menntaverkefnið verður metið sérstaklega við verklok 2019.

Í Buikwe beinist samstarfið einkum að því að styrkja grunnmenntun og auka aðgengi að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu. Menntaþátturinn hefur verið í mótun en eins og í Kalangala er margþættur stuðningur með húsnæði, námsgögnum og kennaramenntun. Sérstaklega er hugað að vatni og hreinlæti í skólunum og unnið að undirbúningi sjálfbærra skólagarða.  Héraðsstjórnin er styrkt til að framfylgja verkáætlunum.  Reiknað er með að samstarfið við Buikwe vaxi á næstu árum.

Lykiltölur:

 • Mannfjöldi: 35.6 milljónir (SÞ 2012)
 • Höfuðborg: Kampala
 • Stærð landsins: 241,038 ferkílómetrar
 • Helstu tungumál: Enska (opinbert), Swahili, Ganda, ýmiss Bantu tungumál
 • Helstu trúarbrögð: Kristni, múhameðstrú
 • Lífslíkur: 54 ár (karlar), 55 ár (konur) (SÞ 2012)
 • Læsi (15 ára og eldri): 73% (SÞ 2012) 
 • HDI Rank: 161 (SÞ 2012)
 • Gjaldmiðill: 1 Úganda shilling = 100 cent
 • Helstu útflutningsafurðir: Kaffi, fiskur og fiksafurðir, te, tóbak, baðmull, maís, baunir, sesamjurt
 • VLF á mann (PPP): 510 Bandaríkjadalir (Alþjóðabankinn, 2011)
 • Landslén: .ug
 • Landsnúmer: +256

  

Fréttatenglar: