Tansanía

Úr ársskýrslu 2014:

Í Tansaníu hefur nokkuð verið unnið að undurbúningi og gott samtal átt við stjórnvöld og Afríska þróunarbankann (AfDB), sem sér um SREP (Scaling up Renewable Energy Program) verkefnið í Tansaníu, og er Alþjóðbankinn aðili að því verkefni. Yfirvöld í Tansaníu stofnuðu sérstakt jarðhitafyrirtæki, að fullu í eigu stjórnvalda. Formleg beiðni hefur borist frá þeim til ÞSSÍ og NDF um samstarf og átti ÞSSÍ fundi með stjórnvöldum á árinu. Líklegt er að fyrstu skrefin í því samstarfi verði forkönnun á þremur jarðhitasvæðum í Tansaníu og í kjölfarið er líklegt að stuðningur verði veittur við ítarlega jarðhitaleit á einu svæði ásamt aðstoð við þjálfun heimamanna.