Rúanda

Sjá upplýsingar um verkefnið í verkefnagrunni

Úr ársskýrslu 2014:

Í Rúanda hefur verkefni ÞSSÍ og NDF stutt við þjálfun í tengslum við tilraunaboranir á Karisimbi svæðinu. Því þjálfunarverkefni lauk á árinu 2014 en það var framkvæmt af Jarðhitaskólanum og fólst í beinni þjálfun innlendra starfsmanna á borstað. Eftir að borunum lauk, því miður án þess að finna jarðhita, átti ÞSSÍ  í viðræðum við stjórnvöld í Rúanda um hvernig áframhaldandi stuðningur myndi nýtast landinu best. Niðurstaðan var sú að styðja við úttekt á stöðu jarðhitamála í landinu ásamt tæknilegum stuðningu við uppbyggingu jarðhitaáætlunar fyrir landið. Einnig var sett í gang úttekt við mat á möguleikum landsins til að nýta jarðhita með beinum hætti við þurrkun matvæla, en núverandi þurrkaðferðir nota viðarbrennslu við þurrkun. Skýrslu um stöðu jarðhitarannsókna í landinu var skilað til Rúanda í júlí og í ágúst 2014 kynnut íslenskir sérfræðingar niðurstöður hennar fyrir stjórnvöldum.