Kenía

Sjá upplýsingar um verkefnið í verkefnagrunni

Úr ársskýrslu 2014:

Í Kenía fór síðla árs 2014 í gang samstarf við Geothermal Development Company (GDC), jarðhitafyrirtæki landsins sem að fullu er í eigu stjórnvalda. Samstarfið miðast annars vegar að því auka færni sérfræðinga GDC með þjálfun sem og frágangi yfirborðsrannsókna á Suswa jarðhitasvæðinu í Kenía og er reiknað með að sú vinna hefjist um mitt ár 2015. Miðað er við að þjálfun sérfræðinga fari fram að hluta í gegnum starfsþjálfun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.  Þá mun mikilvægur hluti samstarfsins snúa að því að fá alþjóðlega gæðavottun á rannsóknarstofum GDC. Hins vegar miðar verkefnið að því að styðja við uppbyggingu miðstöðvar fyrir jarðhitaþjálfun þannig að tækifæri skapist fyrir löndin í kring að sækja þjálfun til Kenía. Hér er því um að ræða mjög spennandi viðleitni til að skapa svæðisbundið samstarf í Austur Afríku við þjálfun jarðhitasérfræðinga með skýrri aðkomu íslenskra sérfræðinga. Undir verkefni ÞSSÍ/NDF er fór af stað útboð í lok árs 2014 vegna úttektar sérfræðinga á raunhæfni slíkrar miðstöðvar og mögulegum útfærslum, og horfa aðrar stofnanir til þessara skýrslu af miklum áhuga um frekara samstarf við uppbyggingu miðstöðvarinnar. Reiknað er með að íslensk reynsla að þjálfunarmálum tengdum jarðhita muni spila stórt hlutverk í þróun þessarar miðstöðvar.