Eþíópía

Sjá upplýsingar um verkefnið í verkefnagrunni

Úr ársskýrslu 2014:

Í Eþíópíu er verkefnasamstarf ÞSSÍ og NDF innleitt af Gelogical Survey of Ethiopia (EEP) og Ethiopia Electric Power (EEP) í nánu samstarfi við Alþjóðabankann, en í landinu eru miklir möguleikar til þróunar jarðhita, í því sambandi hefur verið talað um 5000 MW. Verkefnið í Eþíópíu er stærsta samstarfsverkefnið í jarðhitasamstarfi ÞSSÍ og NDF, alls um 3.5 milljónir bandaríkjadala. Innan verkefnisins er nú þegar er komnar af stað yfirborðsrannsóknir á svæðunum Tendaho Alalobeda og Aluto Langano. Bæði þessi verkefni tengjast jarðhitaverkefni Alþjóðabankans í Eþíópíu. Sem hluta af rannsóknum á þessum svæðum hefur einnig verið veittur umtalsverður stuðningur við tækjakaup til jarðhitarannsókna. Einnig hefur verkefnið aðstoðað við tæknilegar skilgreiningar vegna útboða á borum, tækjum og efni til jarðhitaborana, sem svo verða fjármagnaðar af Alþjóðabankanum. Í lok árs 2014 var lokið við undirbúning á þjálfunarþáttum, sem framkvæmdir verða í upphafi árs 2015. Þar er um að ræða þjálfun við jarðhitaboranir, fjármögnun jarðhitaverkefna og verkefnastjórnun í jarðhitaverkefnum. Öll þessi námskeið verða framkvæmd af íslenskum sérfræðingum.