Erítrea

Sjá upplýsingar um verkefnið í verkefnagrunni

Úr ársskýrslu 2014:

Umhverfisstofnun SÞ sendi ÞSSÍ beiðni um samstarf við framkvæmd jarðhitarannsóknar í Erítreu, og var gengið frá samningi þess efnis í lok árs 2014. Miklir möguleikar eru til virkjunar jarðhita í Erítreu. Við lok þessa verkefnis, þegar öll nauðsynleg gögn liggja fyrir og að tilraunaborunum kemur mun verkefnið einnig aðstoða stjórnvöld í Erítreu við að ganga frá fjármögnunarumsóknum til jarðhitasjóðs Afríkusambandsins og þýska þróunarbankans. Þannig er vonast til að samfella náist íþróun auðlindarinnar.