Djíbútí

Sjá upplýsingar um verkefnið í verkefnagrunni

Úr ársskýrslu 2014:

Í Djíbútí hefur ÞSSÍ átt samtöl við Alþjóðabankann um jarðhitastuðning þeirra í Djíbútí ásamt því að eiga fundi með þarlendum stjórnvöldum í kjölfar beiðni um stuðning frá landinu. Loka undirbúningur stendur nú yfir varðandi samstarfsverkefni sem styðja mun við þjálfun í jarðhitaleit á Lake Abhe svæðinu, ásamt þjálfun í skipulagi og verkefnastjórnun jarðhitaverkefna í landinu, en í Djíbútí hafa stjórnvöld nú sett á laggirnar sérstaka stofnun fyrir jarðhita. Reiknað er með að Samstarf við Djíbútí mun fara af stað með formlegum hætti 2015.