Samstarfsþjóðir og verkefni

Tvíhliða þróunarsamvinna er eingöngu bundin við þjóðir í Afríku. Samstarfsþjóðirnar eru allar sunnan Sahara í Afríku: Malaví, Mósambík og Úganda.  Auk þess vinnur ÞSS að svæðaverkefni um jarðhitaleit í austanverði Afríku.


Mósambík

Þróunarsamvinna Íslands og Mósambík hófst árið 1996 fjórum árum eftir að grimmilegri borgarastyrjöld lauk í landinu. Mósambík er í þriðja neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir samfelldan 5-8% hagvöxt til margra ára. Sex af hverjum tíu íbúum sveitahéraða eru undir fátæktarmörkum. 

Malaví

Þróunarsamvinna Íslands og Malaví hófst  árið 1989. Malaví er meðal fátækustu þjóða heims, í sextánda neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Fyrstu árin voru verkefni ÞSS nánast eingöngu á sviði fiskimála en hafa síðasta áratuginn í auknum mæli færst yfir á heilbrigðis-, mennta- og félagsmál. 

Úganda

Þróunarsamvinna Íslands og Úganda hófst árið 2000. Úganda hefur hækkað talsvert á síðustu árum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna og var í 161. sæti á síðasta lista af 186 þjóðum. Verkefni ÞSS hafa frá upphafi verið fjölbreytt en stærsta verkefnið hefur verið á sviði héraðsþróunar. 

Jarðhitaleit í austanverðri Afríku

Utanríkisráðuneytið hefur í samfjármögnun með Norræna þróunarsjóðnum (NDF) leitt verkefni um jarðhitaleit og rannsóknir, ásamt mannauðsuppbyggingu, í flestum þeim löndum sem liggja í sigdalnum í austanverðri Afríku.