Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna

(WFP)

Matvælaáætlun SÞ (WFP) sinnir neyðaraðstoð við flóttafólk og aðra sem eru í nauðum staddir, t.d. af völdum náttúruhamfara eða átaka. Helstu markmið WFP er að bjarga mannslífum og lina þjáningar, koma í veg fyrir hörmungar og vinna að endurreisn eftir að þær hafa dunið yfir, draga úr langvinnu hungri og vannæringu.