Samræmingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum

(OCHA)

Samræmingarskrifstofa aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) sér um að virkja og samhæfa skjót viðbrögð við hvers konar mannúðaraðstoð í samstarfi við alþjóðastofnanir, alþjóðasamtök og innlendar stofnanir og samtök. Markmiðið er að lina þjáningar þegar hörmungar hafa dunið yfir eða neyðarástand skapast. Auk þess er OCHA málsvari þeirra sem búa við neyð og styður hvers konar aðgerðir sem koma í veg fyrir að neyðarástand skapist.