Viðbragðslisti íslensku friðargæslunnar

Almennar kröfur:

  • Háskólapróf, önnur sérmenntun eða sérhæfð þekking og reynsla
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstaklega við fólk úr ólíkum menningarheimum og af ólíkum trúarbrögðum
  • Þolgæði undir álagi
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfileiki til aðlagast nýjum aðstæðum og frumstæðu vinnuumhverfi
  • Miðað er við að umsækjendur á viðbragðslista friðargæslunnar hafi náð 25 ára aldri hið minnsta
  • Hreint sakavottorð


Þekking og/eða reynsla af störfum að neyðar- og mannúðarmálum er æskileg, sem og kunnátta í öðrum tungumálum, s.s. Norðurlandamálum, frönsku og þýsku.

Friðargæslustörf henta jafnt konum sem körlum og eru bæði kynin hvött til að gefa kost á sér til starfa.

Skráning á viðbragðslista

Athugið að skráningin gildir í eitt ár, endurnýja þarf umsóknina ár hvert.

Hægt er að skrá sig á viðbragðslistann með því að fylla út form á eftirfarandi síðu. Smellið hér til þess að opna formið.