Kosningaeftirlit

Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt til fjölda fólks í lengri og skemmri tíma í kosningaeftirlit alþjóðastofnana, einkanlega á vegum lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu ÖSE (ODIHR).

Kosningaeftirlitinu er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum ÖSE, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. Kosningaeftirlit ODIHR hefur verið afar mikilvægt fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegra stofnana í aðildarríkjum ÖSE.

Íslendingar hafa tekið þátt í eftirliti með forsetakosningum og þingkosningum í allnokkrum ríkum Austur-Evrópu og Vestur-Asíu. 

Sjá nánar heimasíðu ÖSE