Fréttir

Möguleikar á nýtingu jarðvarma að mestu ónýttir - 25.4.2018

„Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langt árabil að styðja frumkvæði á heimsvísu að aukinni nýtingu jarðvarma. Möguleikarnir eru gífurlegir og að mestu leyti ónýttir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opnunarávarpi á Íslensku jarðhitaráðstefnunni sem hófst formlega í morgun í Hörpu á vegum Íslenska jarðvarmaklasans. Rúmlega sex hundruð þátttakendur frá 40 þjóðríkjum sækja ráðstefnuna og fyrirlestrar eru yfir 80 talsins.

Lesa meira

Virkja þarf atvinnulífið betur í þátttöku í þróunarstarfi - 13.4.2018

Ríkisstjórnin styður öfluga þróunarsamvinnu, aukin opinber framlög til verkefna í þróunarríkjunum og að markvisst verði leitað eftir aðkomu íslensks atvinnulífs að þróunarsamvinnuverkefnum. -Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál sem hann lagði fram til Alþingis fyrr í dag.

Lesa meira

Skrifað undir rammasamning við Rauða krossinn á Íslandi - 5.4.2018

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, skrifuðu í morgun undir rammasamning um stuðning ráðuneytisins við alþjóðlega mannúðaraðstoð Rauða krossins á Íslandi. Samningurinn gildir til loka árs 2020 og felur í sér fyrirsjáanleg framlög til mannúðarverkefna Rauða krossins yfir tímabilið. Hann er gerður í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu beggja aðila frá því í febrúar 2017. 

Lesa meira

Allt að 70 milljónir til mannúðarverkefna borgarasamtaka - 5.3.2018

Ákveðið hefur verið að veita allt að 70 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Þar af mun ráðuneytið veita allt að 42,5 milljónum króna til annarra verkefna en þeirra sem bregðast við neyð fólks vegna ástandsins í Sýrlandi. Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna þessara mannúðarverkefna. Umsóknir skal senda á netfangið borgarasamtok.styrkir@mfa.is fyrir kl. 23:59 fimmtudaginn 5. apríl næstkomandi. Lesa meira