6. Hreint vatn og salernisaðstaða

Markmið: Tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu

Undirmarkmið:

6.1      
Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður almennur og réttmætur aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni á viðráðanlegu verði.

6.2      
Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður jafn aðgangur að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu og endir verði bundinn á að menn þurfi að ganga örna sinna utan dyra, þar sem sérstakri athygli er beint að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.

6.3      
Eigi síðar en árið 2030 verði vatnsgæði aukin með því að draga úr mengun, útiloka að sorpi sé fleygt og lágmarka losun hættulegra íðefna og hluta; þá verði hlutfall óunnins skólps og frárennslisvatns helmingað og endurvinnsla og örugg endurnotkun auknar verulega um heim allan.

6.4      
Eigi síðar en árið 2030 verði vatn nýtt mun betur á öllum sviðum og dregið verði úr notkun ferskvatns á sjálfbæran hátt til að koma í veg fyrir vatnsskort og jafnframt verði dregið verulega úr fjölda þeirra sem þjáist af vatnsskorti.

6.5      
Eigi síðar en árið 2030 komi samþætt stjórnun vatnsauðlinda til framkvæmda á öllum sviðum, meðal annars með samstarfi yfir landamæri eftir því sem við á.

6.6      
Eigi síðar en árið 2020 komi til framkvæmda vernd og endurheimt vatnstengdra vistkerfa, þar með talið fjallendi, skógar, votlendi, ár, veitar og vötn. 

6.a      
Eigi síðar en árið 2030 muni alþjóðleg samvinna og stuðningur til þess að efla getu ná til þróunarlanda vegna starfsemi og áætlana sem tengjast vatni og hreinlætisaðgerðum, þar með talin vatnstekja, afsöltun, vatnsnýtni, hreinsun skólps og frárennslisvatns, endurvinnsla og endurnotkunartækni.

6.b      
Stutt verði við þátttöku byggðarlaga á hverjum stað og hún efld til þess að bæta megi stjórnun vatns og hreinlætisaðgerða.