13. Verndun jarðarinnar

Markmið: Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra

Undirmarkmið:

13.1    
Eflt verði í öllum löndum viðnámsþol og aðlögunargeta vegna loftslagstengdrar hættu og náttúruhamfara.

13.2    
Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði felldar inn í landsbundnar áætlanir, stefnumál og skipulag.

13.3    
Bætt verði menntun, vitundarvakning og geta manna og stofnana til að draga úr, laga sig að, draga úr áhrifum og vara við loftslagsbreytingum. 

13.a    
Efnd verði fyrirheit þróaðra ríkja um 100 milljarða dollara framlag, bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum, í því skyni að aðstoða þróunarlönd með tilliti til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og gagnsæis aðgerða. Jafnframt verði unnið sem fyrst að fjármögnun Græna loftslagssjóðsins þannig að hann geti starfað af fullum krafti.

13.b    
Opna leiðir til að auka færni við skipulagningu og stjórnun tengdum loftslagsmálum í þeim löndum sem skemmst eru á veg komin í þróun og í þróunarlöndum sem eru smáeyjaríki. Í því tilliti ber að leggja áherslu á konur, ungt fólk, byggðarlög og jaðarsamfélög.