Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna

(UNICEF)

Hlutverk Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að bæta hag barna, ungs fólks og kvenna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grunnurinn að starfi stofnunarinnar. Styrkur UNICEF felst í kraftmiklu starfi á vettvangi í 190 löndum, bæði í þróunarríkjum og með starfsemi landsnefnda.UNICEF hefur mikla reynslu af starfi meðal ungs fólks og kvenna sem miðar að því að tryggja félagsleg réttindi þeirra. Starfsemi UNICEF er í eðli sínu þverfagleg en mikil áhersla er lögð á verkefni á sviði heilbrigðismála, menntamála og neyðaraðstoðar, auk þess sem umbætur í hreinlætismálum eru á forgangslista stofnunarinnar.

Efst á baugi

Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF sem veitir heildstæða umgjörð um samstarfið en þar er m. a. gerð grein fyrir verklagi, skýrslugjöf, eftirliti og úttektum. Auk kjarnaframlaga hafa íslensk stjórnvöld veitt framlög til ýmissa verkefna á vegum UNICEF. Stærsta einstaka samstarfsverkefnið er í Mósambík þar sem íslensk stjórnvöld styðja myndarlega við WASH verkefni UNICEF í Zambezíufylki sem felur í sér að bæta vatns- og salernismál í sveitum og skólum. Þá veita íslensk stjórnvöld stuðning við verkefni stofnunarinnar í Palestínu og til samstarfsverkefnis UNICEF og Mannfjöldastofnunar SÞ (UNFPA) sem hefur að markmiði að uppræta limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna í 17 löndum í Afríku. Áætlað er að milli 100 til 140 milljónir kvenna hafi þurft að þola þessa meðferð og í löndum þar sem tíðni slíkra limlestinga er há er áætlað að um 15 milljónir stúlkna séu í hættu á að hljóta sömu örlög fyrir árið 2020.

Í gildi er samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og landsnefndar UNICEF fyrir 2017-2019 sem felst, auk kynningarstarfa, meðal annars í því að landsnefndin veiti útsendum sérfræðingum fræðslu áður en þeir hefja störf á vettvangi. Þegar framlög ríkisins og landsnefndar eru dregin saman var Ísland fjórða stærsta gjafaríki UNICEF árið 2015 miðað við höfðatölu. 

Úr skýrslu utanríkisráðhera 2017:

Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF sem veitir heildstæða umgjörð um samstarfið en þar er m. a. gerð grein fyrir verklagi, skýrslugjöf, eftirliti og úttektum. Auk kjarnaframlaga hafa íslensk stjórnvöld veitt framlög til ýmissa verkefna á vegum UNICEF, m. a. til samstarfsverkefnis UNICEF og Mannfjöldastofnunar SÞ (UN Population Fund, UNFPA) sem hefur að markmiði að uppræta limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna í 17 löndum í Afríku. Áætlað er að milli 100 til 140 milljónir kvenna hafi þurft að þola þessa meðferð og í löndum þar sem tíðni slíkra limlestinga er há er áætlað að um 15 milljónir stúlkna séu í hættu á að hljóta sömu örlög fyrir árið 2020.

 Ísland studdi einnig við vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Mósambík. Þá er í gildi samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og landsnefndar UNICEF fyrir 2017-2019 sem felst, auk kynningarstarfa, m.a. í því að landsnefndin veiti útsendum sérfræðingum fræðslu áður en þeir hefja störf á vettvangi. Þegar framlög ríkisins og landsnefndar eru dregin saman var Ísland fjórða stærsta gjafaríki UNICEF árið 2015 miðað við höfðatölu.