Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Jarðhitaskólinn hefur starfað á Íslandi frá 1979. Orkustofnun hýsir skólann og ber á honum rekstrarlega ábyrgð. Námið felst í sex mánaða þjálfun sérfræðinga frá þróunarlöndum þar sem jarðhiti er til staðar. Áhugi á nýtingu jarðhita fer sífellt vaxandi og berast skólanum óskir um þjálfun og kennslu bæði frá þróunarlöndum og iðnríkjum sem vilja efla notkun endurnýjanlegra orkulinda. Frá upphafi starfseminnar hafa samtals 647 einstaklingar frá 60 löndum stundað nám við skólann en fyrir utan sex mánaða þjálfunina styður skólinn sérfræðinga til meistara- og doktorsnáms á Íslandi. Þar að auki heldur skólinn reglulega námskeið í þróunarlöndum og hafa tæplega 1700 manns frá 30 þróunarlöndum sótt þau frá því slíkt námskeiðahald hófst árið 2005.

Vefur Jarðhitaskólans (á ensku)